Sagan

Arnarlax var stofnað 2009 af hópi fólks sem flest átti rætur og tengingar á Bíldudal sem vildi leggja sitt af mörkum til að snúa við þeirri hnignun sem staðurinn farið í gegnum um árabil. Þetta fólk hafði trú á vestfirsku samfélagi og sá tækifæri í að nýta skjólgóða firði og hreinan sjó til að ala fyrsta flokks lax.

Arnarlax er í dag stærsta fiskeldisfyrirtæki á Íslandi. Hjá félaginu starfa yfir 120 manns á Bíldudal, Tálknafirði, Patreksfirði, Hafnarfirði og Þorlákshöfn.

Töluverður hluti af starfsfólki félagsins eru uppaldir Vestfirðingar sem fluttu aftur heim til að taka þátt í uppbyggingu Arnarlax. Félagið hefur lagt mikla áherslu á að vera með megnið af kjarnastarfsemi sinni á Vestfjörðum og stuðning við íþrótta og félagsstarfs á svæðinu. Samfélagið hefur staðið þétt við bakið á félaginu og nú vill félagið styðja þétt við bakið á samfélaginu.

Markmið Arnarlax hefur verið frá upphafi að vera leiðandi í sjálfbæru fiskeldi og leggja sitt að mörkum til atvinnusköpunar og hagvaxtar.