Laxinn

Arnarlax leggur mikla áherslu á gæði og virðingu fyrir umhverfinu þegar kemur að laxeldi. Notast er við vottanir, vaktanir og öflugt gæðakerfi til að tryggja sjálfbærni og ekki eru notuð  nein sýklalyf eða erfðabreytt hráefni.

Fiskeldi Arnarlax er kynslóðaskipt sem tryggir að hvert eldissvæði fær algjöra hvíld eftir að búið er að tæma kvíarnar.  Þannig má lágmarka líkur á sjúkdómum og uppsöfnun næringarefna undir kvíunum.  Þannig má ala heilbrigðan lax í sátt við umhverfið.

Seiðaeldið

Arnarlax notar íslensk hrogn sem koma frá  Stofnfiski. Hrognin eru klakin og seiðin alin í seiðaeldistöðvum Arnarlax í Þorlákshöfn og Tálknafirði þar sem aðstæður til seiðaeldis eru með þeim betri sem þekkjast.

Þar er gott aðgengi að hreinu vatni, bæði heitu og köldu sem tryggir kjöraðstæður á hverjum tíma í seiðaframleiðslu.

Sjávarakrar

Arnarlax hefur farið með allar sínar eldisstaðsetningar í gegnum umhverfismat og er með leyfi til að ala lax í þrem fjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði. Segja má að eldissvæðin séu einskonar akrar enda þarf að hugsa um svæðin með tilliti til sjálfbærni á svipaðan hátt og bændur hugsa um akra og tún.

Notast er við kynslóðaskipt eldi sem þýðir að hvert eldissvæði fær að lágmarki 90 daga hvíld eftir hverja eldislotu sem lágmarkar líkur á neikvæðum umhverfisáhrifum.


 

Fóðrið

Lykilþáttur í ræktun á laxi er að nota hágæða, næringarríkt fóður. Öll innhaldsefni koma úr sjálfærum stofnum og sjálfbærri framleiðslu hvort sem það er fiskiolía, fiskimjöl eða hráefni úr plönturíkinu.

Samsetning fóðursins ásamt eiginleikum laxfiska gerir það að verkum að fóðurnýting í laxeldi er sú besta sem þekkist sem aftur minnkar kolefnisfótspor og álag á náttúru.


 

Sjálfbærni

Skynsamleg nýting sjávarakra er ein besta leiðið til að auka matvælaframleiðslu á sjálfbæran hátt. Þar erum við Íslendingar í kjörstöðu enda eru skilyrði til sjókvíaeldis góðar á Íslandi.

Með því að læra af öðrum þjóðum og nýta íslenskt hugvit getum við íslendingar framleitt hágæða matvæli, treyst byggð og aukið hagvöxt á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt.