Stóraukin afkastageta á Bíldudal

Aðgerðaráætlun vegna aukningar á vinnslugetu Arnarlax hefur gengið eftir áætlun. Töluverður fjöldi af skipum eru nú til taks við slátrun og söfnun á afföllum. Eins og áður hefur komið fram verður klárað að slátra upp úr eldiskvíum við Hringsdal á næstu vikum.

Ákvörðun hefur verið tekin um að freista þess að nýta sláturskipið Norwegian Gannet til að auka afkastagetu vinnslu okkar á Bíldudal og hámarka þannig hagkvæmni og gæði afurða. Við það metnaðarfulla verkefni njótum við stuðnings lykilbirgja félagsins, Akstur & Köfun, Tempru, Samskipa, Sæferða, Smyrilline og fleiri mikilvægra þjónustuaðila á svæðinu.

Aukin afföll hafa verið í fréttum síðustu daga og núna gera áætlanir ráð fyrir að afföll hafi verið í kringum 500 tonn og má vafalaust búast við einhverjum afföllum á næstu vikum.

Arnarlax hefur gefið út framleiðsluáætlun sem miðar að framleiðslu á 10.000 tonnum árið 2020 og mun tilkynna ef breytingar verða þar á, þær áætlanir taka mið af afföllum síðustu ára. Áfram er gert er ráð fyrir að taka um 18.000 tonn í gegnum vinnsluna á Bíldudal af uppskeru Arnarlax og Arctic Fish. Arnarlax birtir 4Q 2019 uppgjör 26. febrúar nk.

Framleiðslumet féllu í síðustu viku og sl. fimmtudag fóru 18.200 fiskar, að meðaltali 5,8 kg hver, í gegnum vinnsluna á Bíldudal.  Það er vel af sér vikið!  -