Ógilding á leyfi Fjarðalax í Patreks og Tálknafirði

Þann 27. september sl. ógilti Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála rekstrarleyfi Fjarðalax í Patreks og Tálknafirði.

Umrætt rekstrarleyfi var útgefið af Matvælastofnun að undangengnu mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Að leyfisveitingarferlinu áttu einnig aðild Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun. Um er að ræða margra ára ferli og var Arnarlax í góðri trú um að útgefin leyfi væru í samræmi við ákvæði laga.

 Arnarlax fer nú yfir úrskurðinn með lögmönnum sínum og metur næstu skref.

 

UPPFÆRT 28. september.

Stjórnendur Arnarlax vinna að því að greina stöðuna með sérfræðingum og munu tjá sig um málið þegar þeirri vinnu er lokið.

Þó við séum uggandi yfir stöðunni trúum við því að farsæl lausn finnist.