Sjálfbærniskýrsla Arnarlax 2020

Í framhaldi af útgáfu skýrslu um samfélagsspor Arnarlax fyrr í mánuðnum birtum við nú fyrstu sjálfbærniskýrslu félagsins.

Sjálbærni í sátt við umhverfið er grunnurinn að allri starfsemi Arnarlax og jafnframt leiðbeinandi þáttur í daglegum rekstri í okkar nærumhverfi. Það felur m.a. í sér að huga vel að starfsmönnum okkar, laxinum og umhverfinu um leið og starfsgreinin og samfélagið  þróast í átt að aukinni sjáfbærni.

 Arnarlax hefur verið leiðandi fyrirtæki í greininni á Íslandi seinustu ár og stefnir stöðugt að því að bæta rekstur og draga úr umhverfisspori.

Útgáfa skýrslunnar er liður í þessu starfi félagsins og verður gefin út árlega.

 Sjálfbærniskýrslu ársins 2020 má finna hér (hlekkur)