Hlutafjáraukning, ASC vottun og nafnabreyting

Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur síðustu daga þegar að eldissvæðið við Tjaldanes fékk ASC vottun, hlutafé aukið og tilkynnt var um skráningu á MERKUR markaðinn í norsku kauphöllinni. Eftir hlutafjáraukninguna eru Gildi lífeyrissjóður, Stefnir og fjárfestingarfélagið Alden orðnir nýir kjölfestufjárfestar og meðal stærstu eigenda félagsins.

 

Hlutafjárútboðið er upp á 40 milljón evrur sem samsvarar nýju hlutfé upp á 15% Þetta mun gera félaginu kleift að halda áfram uppbyggingu á öllum sviðum félagsins en gert er ráð fyrir að fjárfesta fyrir 70 milljón evrur á næstu árum

 https://www.notc.no/eng/NOTC/company-news

 

ASC vottun

Í síðustu viku fékk Arnarlax ASC vottun á eldissvæðinu við Tjaldanes og nú eru fimm eldissvæði félagins búin að fá hina eftirsóttu ASC vottun. Vottunin er ein sú þekktasta á sviðið fiskeldis og er mikilvægur partur í viðleitni félagsins að stunda starfsemi  sína með sjálfbærni að leiðarljósi og í sátt við náttúru og samfélag.

https://www.asc-aqua.org/what-we-do/our-standards/farm-standards/the-salmon-standard/

 

Icelandic Salmon AS

Nafnabreyting á móðurfélagi Arnarlax ehf í Icelandic Salmon  er liður í að leggja áherslu á upprunnann í stefnumótun þegar kemur að sölu og markaðsmálum. Breytingin er í takt við eitt aðal gildi félagsins sem er stunda sjálfbæra starfsemi á Vestfjörðum.