Kristian B. Matthíasson einn af stofnendum Arnarlax og forstjóri félagsins mun láta af starfi forstjóra á næsta ári að eigin ósk. Hann og fjölskylda hans ráðgera að flytjast aftur til Noregs í sumar.
Kristian áformar að taka sæti föður síns Mattthíasar Garðarssonar í stjórn félagsins auk þess sem hann mun á sinna sérverkefnum tengdum framtíðaráformum Arnarlax. Matthías Garðarsson stofnandi Arnarlax hefur óskað eftir meira ráðrými til að sinna fjölskyldu og öðrum hliðum uppbyggingar laxeldis á Íslandi.
Stjórn Arnarlax hefur ráðið Björn Hembre sem forstjóra Arnarlax og mun hann koma til starfa í ársbyrjun 2019. Björn er líffræðingur að mennt og á langan og farsælan feril sem stjórnandi hjá laxeldisfyrirtækjum í Noregi.
F.h stjórnar Arnarlax
Kjartan Ólafsson