Fjarðarlax fær bráðabirgðaleyfi

Bogga Ljósa við eldiskvíar
Bogga Ljósa við eldiskvíar

Fjarðalax ehf, dótturfyrirtæki Arnarlax fékk úthlutað bráðabirgða-rekstrarleyfi til 10 mánaða fyrir laxeldi  í Patreksfirði og Tálknafirði, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Fyrirtækið hafi fengið úthlutað rekstarleyfi í lok árs 2017 en en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt þau úr gildi 27. september sl.

Þegar hefur verið hafist handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála taldi vera á málsmeðferð  við útgáfu rekstrarleyfisins sem ógilt var og látið verður reyna á lögmæti ógildingu þeirra fyrir dómsstólum.