Fjarðalax fær undanþágu frá starfsleyfi

Þann 20 nóvember veitti Umhverfis- og auðlindaráðherra  Fjarðalax tímabundna undanþágu með skilyrðum, frá kröfu um starfsleyfi. Sú undanþága er veitt vegna ógildingar á leyfi félagsins í Patreksfirði og Tálknafirði.

Undanþágan gildir til 5 september 2019 en Fjarðalax hyggst nota þann tíma til að laga formgalla á umhverfismati sem lá til grundvallar ógildinu leyfisins að hálfu Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála.