Breyting á sláturplani á eldissvæði Arnarlax við Hringsdal

Eins og sum ykkar hafa tekið eftir hefur umferð skipa aukist í Arnarfirði og er ástæðan að afföll eru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir í Hringsdal. Ástand fisks á Tjaldanesi, Laugardal og Þúfneyri er hins vegar með ágætum. Skip á vegum Hordafor verða hér eftir mánaðarlega í Arnarfirði þar sem melta verður unnin úr afföllum samkvæmt ströngum stöðlum.

Nótnaskipið Sighvatur Bjarnason var fengið tímabundið til að aðstoða við meltugerð og brunnbáturinn Akvaprins mun ásamt Viking Saga flytja fisk til vinnslu á Bíldudal þar sem afköst verða aukin verulega næstu daga. Að auki er sláturskipið Norwegian Gannet á leið til landsins til að aðstoða tímabundið við slátrun en um er að ræða eitt fullkomnasta sláturskip í heimi. Nánari upplýsingar um skipið má nálgast hér.  

Framleiðsluáætlanir fyrir önnur eldissvæði eru óbreyttar og gert er ráð fyrir að heildar uppskera Arnarlax og Arctic Fish sem unnin verður á Bíldudal verði um 18.000 MT í ár en var um 13.000 MT í fyrra.