ASC vottun á eldissvæðinu við Eyri í Patreksfirði

Fjarðalax, dótturfélag Arnarlax fékk á dögunum ASC vottun á framleiðslu sína við Eyri í Patreksfirði.  ASC (Aquaculture Stewardship Council) er ein strangasta umhverfisvottun þegar kemur að fiskeldi og þekkt á krefjandi mörkuðum um allan heim.

ASC vottunarstaðallinn hefur verið þróaður meðal annars af World Wildlife Fund (WWF) en til að fá vottun þurfa fyrirtækin meðal annars að lágmarka umhverfisáhrif og starfa í sátt við samfélag. ASC vottun er hliðstæð MSC staðlinum sem er þekktasti umhverfisstaðallinn fyrir sjávarafurðir nema þessi staðall er aðlagaður eldisafurðum.

Fyrirtæki sem standast ASC vottun skuldbinda sig til að lágmarka áhrif á umhverfið á ýmsa vegu. Taka þarf tillit til villtra laxfiskastofna, fugla, sjávarspendýra og annara lífvera sem búa í námunda við eldissvæðin svo eitthvað sé nefnt en votta þarf hvert eldissvæði fyrir sig.

 

https://www.asc-aqua.org/what-we-do/our-standards/farm-standards/the-salmon-standard/