Dagana 8 – 12 mars næstkomandi mun fara fram úttekt þriðja aðila á eldissvæðum Arnarlax í Arnarfirði. Um er að ræða fjölúttekt sem nær yfir eldissvæðið við Hringsdal, Haganes og Steinanes.
ASC (Aquaculture stewardship council) er alþjóðleg umhverfis- og samfélagsábyrgðarvottun en um viðamikið vottunarferli er að ræða.
Nánari upplýsingar um ASC má finna hér og nýjustu útgáfu ASC staðalsins hér.
Allar nánari upplýsingar veitir Silja Baldvinsdóttir, gæðastjóri Arnarlax
silja@arnarlax.is