ASC úttekt á eldissvæði Fjarðalax við Eyri í Patreksfirði

Dagana 2.-6. mars mun fara fram fyrsta úttekt þriðja aðila á sjókvíaeldissvæðinu á Eyri í Patreksfirði. Í dag er Arnarlax og Fjarðalax komið með ASC vottun á eldissvæðin Haganes, Hringsdal og Steinanes í Arnarfirði.

ASC (Aquaculture stewardship council) er alþjóðleg umhverfis- og samfélagsábyrgðarvottun sem staðfestir það að vottað eldissvæði ali lax á ábyrgan hátt gagnvart umhverfi og samfélagi. Þurfa fyrirtæki að gangast undir viðamikið vottunarferli og standast margar kröfur til að hljóta vottun.

Upplýsingar um hvað ASC gengur út á má finna hér og nýjustu útgáfu ASC staðalsins hér.

Allar nánari upplýsingar veitir Silja Baldvinsdóttir, gæðastjóri Arnarlax

silja@arnarlax.is