Arnarlax styrkir teymið

Arnarlax tilkynnir með ánægju liðsauka í lykilstöður innan félagsins seinustu misseri sem styrkir rekstur okkar enn frekar.  

Kjersti Haugen (54) byrjaði sem framkvæmdastjóri sölusviðs (Chief Sales Officer) þann 06.04.21. Hún hefur yfirgripsmikla reynslu af sölu fiskafurða og hefur unnið að flutningum og sölu, á alþjóðlegum vettvangi, síðan 1987. Síðasta árið hefur hún starfað sem COO í Seaborn.

Jón Garðar Jörundsson (39) byrjaði sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar (Chief Business Development Officer) 01.02.21. Hann gekk til liðs við fyrirtækið í október í fyrra eftir að hafa aðstoðað fyrirtækið í hlutafjárútboðsferlinu síðastliðið haust. Jón Garðar var m.a. stjórnarmaður í Arnarlax frá 2014 til 2015, framkvæmdastjóri Hafkalks ehf. frá 2012 til 2020, og ráðgjafi hjá KPMG á árunum 2010-12.

Johnny Indergård (27) byrjaði sem ferskvatnsstjóri (Freshwater Manager) 10.02.21. Johnny hefur 9 ára reynslu af seiða- og stórseiðaframleiðslu frá MOWI í Noregi.

Hjörtur Methúsalemsson (30) byrjaði 15.03.21 sem verkefnastjóri í viðskiptaþróunardeild (Project Manager in Business Development). Hjörtur hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Matvælastofnunum (MAST), en vann áður sem líffræðingur (Biological Controller) í Arnarlax og er því boðinn velkominn aftur.

Rúnar Ingi Pétursson (27) byrjaði sem framleiðslustjóri (Production Manager) í vinnslunni okkar 03.05.21. Hann hefur reynslu af sjávarútvegi sem sjómaður og í uppsjávarverksmiðju sem og sem rekstrarstjóri verktaka í 4 ár.

Nýju starfsmennirnir hafa fjölbreytta menntun á öllum námstigum til viðbótar við yfigripmikla fagreynsu. Við bjóðum þau öll velkomin til starfa.